Pippin af Herstal (um 635 – 714)
dóttursonur Pippins gamla (um 580 – 640) og sonarsonur Arnulfs af Metz (um 582 – 641) sem tekinn var í dýrlingatölu.
Karl Martell (: Karl hamar) (um 690 – 741)
Sigraði Mára 732 við Tours og Poitiers og stöðvaði þar með sókn þeirra inn í Evrópu.
+ Rotrude (um 690 – 724)
Pippin lági eða yngri (um 714 – 768)
bústjóri, stallari eða hirðstjóri (maior domus) hjá Hildiríki 3. konungi af ætt Merovinga en steypti honum og tók sér sjálfur konungstign - Frankakonungur.
+ Bertrada breiðfætta frá Laon („hin fótmikla“ í Karlamagnússsögu) (um 720 – 783)
Hún var af Frankaaðli.
Charlemagne, Karlamagnús, Carolus Imperator Augustus, Frankakonungur, konungur Langbarða, konungur Ítalíu, keisari allrar Vestur-Evrópu, keisari „Hins heilaga rómverska ríkis“, Pater Europae: faðir Evrópu. Mikilhæfur menningarfrömuður, „la renaissance culturelle carolingienne“
+ Hildegarde frá Vinzgouw (um 758 – 783)
dóttir Gerards Alemannakonungs. Hún var önnur eiginkona og þriðja barnsmóðir Karls mikla. Hún lést 25 ára gömul og hafði þá alið níu börn.
Hlöðver frómi (Lúðvík guðhræddi) (778 – 840)
(„Löðver“ í Karlamagnússögu). Frankakonungur, konungur Akvítaníu, meðkeisari föður síns.
+ Judith af Bæjaralandi (um 797 – 843)
Hún var önnur eiginkona Löðvers, en faðir hennar var Welf 1. Alemannakonungur, ættfaðir Welf/Guelph-ættarinnar, forfaðir Hannover-konunga og Elísabetar 2. Englandsdrottningar.
Karl sköllótti (823 – 877)
Frankakonungur, konungur Ítalíu, keisari. Hann samdi árið 845 um frið við Ragnar loðbrók víkingaforingja.
+ Irmentrud frá Orléans (823 – 869)
Judith af Flandern (844 – 870)
Drottning í Wessex, síðar greifafrú af Flandern.
+ Baldvin 1. járnarmur (Bras de fer) (um 830 – 879).
Markgreifi af Flandern, rændi brúðinni (sem var orðin ekkja eftir tvo Anglakonunga og komin heim). Þau flýðu til Rómar og fengu leyfi páfa til hjúskapar sem faðir hennar samþykkti þá. Baldvin stækkaði ríki sitt og efldi mjög. Hann var sjálfur af ætt Merovinga, landvarnamaður gegn víkingum.
Baldvin 2. sköllótti, (um 865 – 918)
Markgreifi af Flandern.
+ Aelfthryth af Wessex (877 – 929)
Dóttir Alfreðs mikla Englandskonungs.
Arnulf 1. mikli (um 890 – 965)
Greifi af Flandern, stækkaði ríki sitt til suðurs.
+ Adela frá Vermandois (915 – 960)
Baldvin 3. (um 940 – 962)
Greifi af Flandern. Efldi verslun og ullariðnað.
Af Billunger-ætt sem voru Saxafurstar.
Arnulf 2 (um 960 – 987)
+ Rozala Suzanna (um 955 – 1003)
Dóttir Berengars Ítalíukonungs, af kyni Langbarða.
Baldvin 4 langskeggur (um 980 – 1035)
Greifi í Flandern. Hann stækkaði ríki sitt til norðurs.
+ Eleanor af Normandí (1010 – 1071)
Hún var barna-barna-barn Vilhjálms 1. af Normandí, sem kallaður var „langaspjót“ eða „langasverð“. Hann var aftur sonur Göngu-Hrólfs, víkingaforingjans sem stofnaði hertogadæmið Normandí. Eleanor var föðursystir Vilhjálms sigursæla (bastarðs) sem lagði undir sig England 1066.
Judith jarlsfrú af Flandern (um 1033 – 1094)
+ Tostig Godwinson (Tósti Guðinason) (1026 – 1066)
Jarl á Norðhumbralandi. Var rekinn frá völdum og barðist með Haraldi harðráða Noregskonungi við her bróður síns, Haralds Guðinasonar, síðasta konungs engilsaxa, við Stafnfurðubryggju (Stamford Bridge) í Jórvíkurskíri 1066 og féll þar.
Eftir sigurinn skundaði Haraldur Guðinason suður á bóginn til að hrinda innrás Vilhjálms sigursæla en féll í orrustunni við Hastings. Um þessa atburði fjallar Bayeux-refillinn frægi sem hér er í eftirgerð með skýringum.
Haraldur og Tósti Guðinasynir voru 9. ættliður frá Ragnari loðbrók, dóttursynir Þorkels sprakaleggjar sem var danskur víkingahöfðingi og ættfaðir Danakonunga og reyndar allra evrópskra konungsætta.
Skúli Tostigsson konungsfóstri (1052 – 1090)
Lendur maður og hirðstjóri. Í Morkinskinnu er hann sagður sonur Tósta, en Snorri segir annars að Skúli hafi verið af góðri enskri höfðingjaætt en nefnir ekki föður.
(Ekki ber öllum heimildum saman um að Skúli hafi verið sonur Tósta Guðinasonar. Ættrakningin frá Baldvini 5. hér næst fyrir ofan virðist hins vegar óumdeild.)
Ásólfur Skúlason (um 1075 – 1150).
+ Þóra Skoftadóttir (1070 – 1135).
Guttormur Ásólfsson (um 1120 – 1183)
Jarl á Rein í Þrændalögum.
+ Sigríður Þorkelsdóttir (um 1092 – 1150)
Bárður Guttormsson (1150 – 1194)
Birkibeinahöfðingi, jarl á Rein í Þrændalögum í Noregi.
Skúli jarl Bárðarson (um 1189 – 1240)
Mikill valdamaður og höfðingi í Noregi, tengdafaðir Hákonar gamla. Snorri Sturluson var um skeið samverkamaður Skúla, fór síðan í óleyfi Hákonar konungs út til Íslands og var drepinn í Reykholti 23. september 1241.
+ Ragnhildur Jónasdóttir
Margrét Skúladóttir (1208 – 1270)
+ Hákon 4. gamli, Hákonarson (1204 – 1263)
Noregskonungur. Friðaði ríkið, réð fyrir Noregi, Hjaltlandi, Orkneyjum, Suðureyjum, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi. Sonur Hákonar 3. sem var sonur Sverris konungs Sigurðarsonar. Hákon gamli lagði Ísland undir ríki sitt 1262 – 1264. Sturla Þórðarson ritaði Hákonarsögu.
Hákon var 11. maður frá Haraldi hárfagra, (um 850 – 933). (Jón Loftsson (1124 – 1197) í Odda var 8. maður frá Haraldi).
Magnús 6. lagabætir (1238 – 1280)
Noregskonungur, meðkonungur með föður sínum, löggjafi (Járnsíða).
Af Askanier-ætt sem voru Saxafurstar, sonardóttir Valdimars sigursæla.
Hákon 5. háleggur (1270 – 1319).
Noregskonungur.
+ Gró Sigurðardóttir.
Agnes Hákonardóttir (1290 – 1319)
+ Hafþór Jónsson Sudrheim (um 1275 – 1320)
Lendur maður í Raumaríki í Noregi. Sat í ríkisráði.
Jón Hafþórsson Sudrheim (um. 1312 – 1396)
Áhrifamaður í Noregi. Ættin Rose til Sudrheim, barón. Sat í ríkisráði.
+ Birgitta Knútsdóttir Lejon (1324 – ?)
Hákon Jónsson Sudrheim (um 1345 – 1392)
Féhirðir í Björgvin.
+ Ónafngreind.
Ónafngreind.
+ Kenik Gottskálksson (um 1345 – 1390)
Riddari, aðalsmaður í Noregi. Ættin er „Rose af Rein“ í Suður-Þrændalögum.
Rögnvaldur Keniksson (um 1390 – 1450).
Riddari, aðalsmaður í Noregi.
+ Ónafngreind.
Nikulás Rögnvaldsson (1416 – 1496)
Í Þórsnesi í Harðangri í Noregi, (bróðir Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups)).
+ Herborg Bárðardóttir (um 1426 – 1497)
Frá Hörðalandi í Noregi.
Gottskálk grimmi Nikulásson (1469-1520).
Biskup á Hólum.
+ Valgerður Jónsdóttir (f. um 1460)
Frá Mannskaðahóli. Átti eina dóttur, Kristínu (ca. 1488-1578), með Gottskálki.
+ Guðrún Eiríksdóttir (f. um 1470)
Átti tvö börn með Gottskálki: Odd (um 1500-1556), þýðanda Nýja-Testamentisins, og Guðrúnu.